Vörulínurnar okkar

ÁRA SAGA
0
SÖLUAÐILAR UM ALLAN HEIM
0
BÁTAR SELDIR
0

Zodiac og Suzuki

Suzuki á Íslandi er komið með umboðið fyrir Zodiac á Íslandi!

Zodiac-bátar hafa um árabil verið þekktir fyrir fjölhæfni, stöðugleika og framúrskarandi hönnun. Þeir sameina sportlega keyrslu með öryggi og þægindum sem henta jafnt fjölskyldum sem ævintýragjörnum sjóferðumönnum. Með Suzuki utanborðsmótor færðu síðan aflið og hagkvæmnina sem gerir upplifunina enn betri. Suzuki-mótorar eru hannaðir til að skila hámarksafköstum með lágmarks eldsneytiseyðslu og eru þekktir fyrir endingu og litla viðhaldsþörf.

Saman mynda Zodiac og Suzuki hina fullkomnu tvennu.

Bombard & AKA Marine

Zodiac Nautic inniheldur einnig merkin Bombard og AKA Marine. Með því sameinast þekkt vörumerki sem hafa lengi verið leiðandi í framleiðslu á gæðabátum fyrir bæði fagfólk og áhugafólk um siglingar. Þetta samstarf tryggir að íslenskir sjómenn og siglarar fá nú aðgang að enn fjölbreyttari úrvali lausna sem byggja á nýjustu tækni, áratuga reynslu og traustri hönnun.

Zodiac Nautic og tengd merki þess eru þekkt fyrir áreiðanleika, endingargæði og öryggi, sem skiptir sköpum í krefjandi aðstæðum á hafi úti. Með þessu samstarfi opnast nýir möguleikar fyrir íslenska markaðinn þar sem fagmenn geta valið úr fjölbreyttum bátum sem henta jafnt til vinnu, björgunarstarfa og frístunda. Þetta markar spennandi tímamót fyrir fag siglara og sjóara á Íslandi

Hér erum við!

Zodiac á Íslandi 2025